Já ég veit...er búin að vera aumingjabloggari!
En ég fékk skemmtilega póstsendingu í dag frá Íslandsbanka. Í henni stóð:
Það er alveg óþarfi að vera fölur og fár yfir prófalestrinum. Við óskum þér góðs gengis og sendum þér þennan brúnkuklút til að fríska upp á útlitið.
Með bestu kveðjum
NÁMSVILD
Já það eru ótrúlegustu hlutir sem maður fær frá Íslandsbanka, bókastyrk, brúnkuklúta...hvað verður næst? Plííss íbúð:) Svo ég tali nú ekki um allan jólabónusinn sem maður ef maður vinnur á nokkrum stöðum!
Annars er þetta alveg rétt hjá þeim, algjör óþarfi að taka alltaf ljótuna í prófunum og því hef ég ákveðið að smella þessum klút í smettið á mér. Ég er samt nokkuð klár á því að faðir minn, starfsmaður Íslandsbanka hefur ekki verið að skipuleggja þessa klútasendingu!
Annars er aðeins að róast hjá mér. Í nótt svaf ég í 3 og hálfan og fór svo að kenna rúmlega sex, verð að segja að það var ekkert alltof hressandi. Svimaði og varð hálf óglatt. Ég er búin í einu prófi, skilaði ritgerð og lokaverkefni í heimspeki í dag og á morgun hef ég ákveðið að taka mér heilagt frí frá lærdómi enda skiptir maður ekki svo auðveldlega úr Einari Ben. yfir í aðferðafræði, talandi um aðferðafræði...hressandi námsgrein sem nær að pota sér út um allt.
Sigurrósar meðlimir stóðu sig með eindæmum vel um síðustu helgi og loksins loksins tóku þeir lagið mitt Viðrar vel til loftárása.
Ég óska öllum góðs gengis sem eru í prófastússi og elskurnar mínar fáið ykkur brúnkuklúta:)
-L-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli