Á morgun verð ég búin í aðferðafræðinni, á fimmtudaginn verð ég búin að skila námskeiðsmöppu og á sunnudagsmorgun verð ég búin með heimaprófið...þá get sko hrópað ferfalt húrra, farið að pakka og undirbúa flutninga og boðið jólin velkomin í öllu sínu veldi:) Kræst hvað ég er ógeðslega spennt:) Ég er algjört jólabarn, hvað með ykkur vinkonur og vinir, hverjir ætla gefa pakka og hverjir ekki, endilega kommentið á þetta, meika ekki einhverja óvænta pakka á aðfangadag;) Annars er ég með ágætt back up plan ef eitthvað kemur upp á.
Hins vegar ætla ég að tilkynna ykkur það að ég mun ekki vera öflug í jólakortunum í ár, kannski fá einhverjir vel útvaldir kort, í fyrra sendi ég nefnilega hátt í 50 kort (þeir 50 ættu að hugsa sig vel um í ár) en fékk 3 sjálf. Það er ekki hressandi fyrir mann:( Maður telur sig eiga marga vini en raunin verður svo önnur...ég mun því ekki leggja mig fram í jólakortunum í ár líkt og í fyrra.
Annars var það ekki fleira í bili
lil
Engin ummæli:
Skrifa ummæli