Ég er með ótrúlega gott skipulag í prófalestrinum...
...það byggist á því að rífa sig upp á morgnana og lesa slatta fram að hádegi, fá sér síðan eitthvað ljúffengt í hádegismat og síðan er það gulrótin...tek seinnipartsblund frá rúmlega fimm fram að kvöldmat:) Ég elska þennan blund. Eins og áður kom fram tók ég mér frídag á föstudaginn til að núllstilla heilann. Hef síðan haldið mér við þetta kríuplan og líkar vel. Mæli með þessu, ein kría á dag í prófum kemur öllu í lag! Áðan gerðist ég meira að segja svo djörf að kveikja á einu kerti og ímynda mér að ég væri komin í jólafrí.
Jæja, þetta var ráð dagsins í boði Lindu. Það hefur sýnt sig að mikil fylgni er á milli kríublunda og árangurs í prófum!
Best að halda áfram með aðferðafræðina...
Ciao a Tutti
Engin ummæli:
Skrifa ummæli