miðvikudagur, desember 07, 2005

Á leið í próf og leið á prófum...

Ég er ekki frá því að ég sé með smá ónot í maganum, æj það stóð samt á upprifjuninni að maður ætti að mæta með hæfilegt magn af stressi í prófið. Ég svaf samt illa enda borðaði ég of mikið af pizzu í gærkvöldi. Skamm skamm Linda, ekki fjórar sneiðar af pizzu daginn fyrir próf:) Það hefur sýnt sig að það er mikil fylgni á milli þess að borða of mikið af pizzu kvöldið fyrir próf og ganga skítsæmilega en gleymum því ekki að það er ekki orsakasamband ónei!

innihald, innri gerð, tengsl við aðrar breytur
stöðugleiki í tíma, innra samræmi, sambærilegar eitthvað æj man ekki hvað og samkomulag....æj bara að tjékka hvort að ég muni ekki atriðin í tengslum við réttmæti og áreiðanleika...allaveganna drulluleiðinlegt blogg varð bara aðeins að slaka á...

cheers
-L-

Engin ummæli: