Ég fór í dag og hitti fallegasta barn í heimi...
Já skáfrænka mín er guðdómleg, ég gat varla slitið mig frá henni og fékk næstum tár í augun þegar ég tók hana fyrst í fangið. Ótrúlegt hvað svona lítil manneskja getur haft mikil áhrif á mann. Ég get sko ekki beðið eftir að sjá hana aftur:) Hlakka svo til að vita hvað litla manneskjan á að heita...hvernig væri t.d Linda!
Ég kláraði námskeiðsmöppuna í dag, gormur og allur pakkinn kominn. Á morgun fæ ég svo afhent heimaprófið og það er mitt síðasta mission á þessari önn. Ég elska að halda á skipulagsplaninu mínu og strika yfir allt sem ég er búin með. Ég bjó þetta plan nefnilega til þann 10. okt og mér fannst það óyfirstíganlegt en í dag er eitt atriði eftir og guð hvað ég hlakka til að taka blýantinn í hönd og tjékk! Þið vitið hvernig ég er:) Keypti mér líka nýja svarta skipulagsbók fyrir árið 2006, án gríns þá er ég smá spennt að vígja hana hahaha já ég er kreisí;)
Allaveganna, ég er búin að plata doktor upp úr bókunum og nú það spóla og rólegheit, vorum að koma af Vegamótum og stútuðum góðum mat og brownie...
Þetta er sweet...
Lilly
Engin ummæli:
Skrifa ummæli