föstudagur, desember 30, 2005

Jólin hafa verið yndisleg í alla staði. Hvað er skemmtilegra en að borða góðan mat, troða sig út af konfekti, ís og öðrum ósóma og sofa svo fram eftir degi:)

Nokkur spilakvöld hafa verið tekin og í gærkvöldi kom LA gengið til mín, að vísu vantaði Hildi og Samíu og var þeirra sárt saknað.

Það fer ótrúlega vel um okkur í sveitinni og lífið gæti varla verið betra:)

Hvert er annars planið á gamlárs?

Lilly

Engin ummæli: