Ég varð nú að setja inn myndir af litlu 11 mánaða dísinni - ein svona alvarleg til tilbreytingar og ein sprell en eins og flestir vita er daman yfirleitt síglöð og síbrosandi:)
Móðirin er hins vegar alls ekki hin hressasta og tók við ælunni af barninu. Byrjaði fimm í nótt og hef verið að síðan, upp og niður til skiptis! Alveg með eindæmum hressandi. Það lítur út fyrir að veikinda - seasonið sé byrjar því ef ég skoða bloggið mitt á sama tíma í fyrra þá lágum við AFO bæði með ógeðspest en hann er sjálfur núna með leiðinglegan hósta og kvef.
Ég vona að ég hafi orku í kvöld til að setja inn eitthvað nýtt á síðuna hennar Ágústu Rutar og skrifa jafnvel eilítið um hennar helstu afrek sem eru nú ekki lítil þessa dagana:)
En nóg í bili - orkan búin!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli