föstudagur, febrúar 15, 2008

Ég veit fátt eitt betra...

en að sitja með handklæði á hausnum í sloppnum, nýbúin að fara í bað og slappa af eftir langa vinnuviku...

Okkur áskotnaðist ísskápur í vikunni í svokölluðum "pay it forward" leik sem Arna og Bjarni eru að spila. Með því spöruðust þónokkrir þúsundkallar sem veitir ekki af þegar maður er að kaupa íbúð. Ótrúlegustu hlutir sem þarf að kaupa eins og sturtuhengi, stöng, gardínur, mottur, rúm og fleira og fleira sem týnist til. Við reynum að vera mjög hagsýn og látum nauðsynlegustu hlutina ganga fyrir en auðvitað slæðast einhverjar ónauðsynjar með eins og gengur og gerist. Ég meina það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sittlítið af hverju í Marimekko er það ekki???

Pabbalabbarnir okkar eru alveg hreint ótrúlega duglegir að hjálpa og mommsurnar að passa en það gerir alveg gæfumuninn. Áðan eyddi pabbi til dæmis dágóðum tíma í að ganga frá rafmagnsdósum í herbergjunum og undirbúa allt fyrir málningardaginn mikla á morgun en hann vann einmitt sama verk um síðustu helgi og alveg bráðnauðsynlegt að undirbúa vel fyrir málningavinnu þannig að allt sé vel gert enda ekki að spyrja að því þegar Heiðar millímetri mætir á svæðið. Lottó mætti síðan með sendibílinn til að við gætum flutt ísskápinn og síðan mætti hann um síðustu helgi og málaði heila umferð yfir svefnherbergið í kakíbuxum og skyrtu og það slettist ekki dropi niður, hvorki á hann né gólfið. Hann stefnir á sama "múv" á morgun!

Síðan er ég með listann góða hérna hjá mér þar sem ég flokkaði og skipulagði hvert einasta herbergi, það er ágætt og ekkert skemmtilegra en að gera "tjékk" við það sem er búið.

Annars er ég bara alveg klikkaðslega spennt að fara að raða í eldhúsið mitt og já bara raða og flokka allt saman;) Ég fæ seint leið á skipulagningu!

Engin ummæli: