Þið haldið kannski að ég sé hætt með síðuna...
ó nei sei sei, bara mikið að gera eins og oft áður. Laugarnesvegurinn og allur undirbúningur og niðurpökkun sem honum fylgir og síðan það sem allir kennarar elska - NÁMSMAT. Sem þýðir kvöldvinna og mæting á ókristilegum tíma á morgnana. Tók til að mynda strætó 7:16 í morgun!
Er svo gott sem búin að gefa öllum mínum 115 nemendum einkunnir og fara yfir möppur og allar bækur. Frekar mikil vinna en hefst alltaf að lokum.
Við stefnum á að klára alla málningarvinnu um helgina sem hefst að vísu bara með því að nánustu hjálpi að passa og svona og engin fá "nýja" flensu. Ótrúlegt hvað allir eru almennilegir að hjálpa - við erum svakalega heppin að eiga svona góða að:)
Ég vona að þið eigið góða helgi!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli