fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Á lífi...

eftir eina mestu törn sem um getur!

Ótrúlegt að þann 3. janúar fórum við og skoðuðum íbúðina, féllum gjörsamlega fyrir henni en tilboðinu okkar var hafnað því seljandinn ætlaði að fá uppsett verð fyrir hana! Síðan biðum við þolinmóð og allt vann með okkur og þann 21. janúar fengum við samþykkt tilboð:) Fórum til London í spennufalli og komum síðan heim og fengum afhent 5. febrúar. Núna tæpum þremur vikum síðar erum við búin að mála allt, græja og laga nokkra hluti, gista í 5 nætur, skrúfa allskyns dótarí saman, fá netið og heimasímann og koma okkur bara þokkalega vel fyrir á mettíma.

Þetta hefði að sjálfsögðu aldrei tekist nema með frábærri aðstoð foreldra okkar, vina og vandamanna. Pabbi og afi (gamlir trésmiðir) stóðu sveittir vaktina við að skrúfa saman ýmsa hluti, Hjalti og Eva keyrðu allt áfram í flutningum og burði og Haffi og Karítas bættust síðan við seinna um daginn og hjálpuðu til að við að koma ýmsu fyrir og bera það þyngsta. Ömmurnar sáu síðan um að passa en litla skinnið þurfti nú aðeins að átta sig á svona nýju heimili en er öll að koma til að veit alveg hvar herbergið hennar er. Mappalingurinn og heimalingurinn okkar er síðan búin að græja ýmislegt rafmagnstengt og kíkir við í kaffi annað slagið. Voða gott að vita af honum hérna í kjallaranum:)

Það er hins vegar ýmislegt eftir eins og gengur og gerist en það kemur bara með tíð og tíma. Næst á dagskrá er að skipuleggja 1 árs afmæli heimasætunnar en það er akkúrat eftir viku:)

Það eru svo auðvitað allir velkomnir í kaffi og með því í Laugarnesið þar sem er best að búa:)

Engin ummæli: