fimmtudagur, mars 06, 2008

Jæja þá er dagurinn runninn upp! Ár síðan maður pungaði þessari litlu kleinu í heiminn eða hvernig sem á það er litið:)

Mér finnst eins og við höfum verið að keyra upp Skaga í gær og hlustuðum á Velvet á leiðinni í blíðskaparveðri.

Og það sem hún hefur fært mikla gleði inn í líf margra - pottþétt mesti stuðbolti og gleðigjafi í öllum heiminum!

Við foreldrarnir ætlum auðvitað að knúsa hana í kaf á afmælisdaginn ásamt ömmum, öfum, langöfum, langömmum og frænkum og frændum:)

Til hamingju með daginn elsku besta Áran okkar.


Engin ummæli: