Ég er svo afskaplega ánægð með hversu vel er gengið um allt hérna í blokkinni...
sameignin alltaf snyrtileg og fín enda kona sem sér alveg um að þrífa, þvottahúsið til fyrirmyndar og engin skítalykt og enginn sem gleymir þvottinum á snúrunni svo dögum skiptir, setur líka pressu á mann að taka fljótt niður sem er gott því þá safnast þvotturinn ekki upp!
Síðan er allaf einhver sem fer með öll blöð og ruslpóst sem safnast saman (tippa á gömlu hjónin á 2.h.v). Fyrir utan hvað allir eru almennilegir. Það hlýtur að vera rétt sem Hjalli Huga sagði, það er ekki nóg að komast í gegnum greiðslumat til að flytja í blokkina heldur þarf að komast í gegnum ákveðið blokkarmat!
Einkadóttirin hefur staðið sig vel í koppaferðum, sem eru auðvitað ekki af sjálfsdáðum en pissið fer í koppinn og það er nú fyrir öllu. Síðan gengur hún um allt eins og herforingi, ótrúlegar framfarir með degi hverjum.
Og já það lítur út fyrir að ég fari að kenna aftur í vor í gamla góða Baðhúsinu mínu, það er að segja ef einhverjir skella sér í sumarfrí. Ekki seinna vænna en að fara að koma sér í almennilegt form!
2 dagar í páskafrí.....sweeeeeeet
Engin ummæli:
Skrifa ummæli