fimmtudagur, mars 06, 2008

Langur dagur að kveldi kominn...

Fyrsti afmælisdagurinn hennar Ágústu Rutar var alveg hreint frábær. Allar ömmurnar hennar og afarnir og langömmurnar og langafarnir og frænkurnar og frændurnir mættu á svæðið og gáfu henni ótrúlega margar og fallegar gjafir - þúsund þakkir fyrir það:)

Afmælisbarninu fannst dáldið gott að vera í mömmufangi og er orðin ogguponsu mömmusjúk - enda kominn tími til! Þýðir ekki að vera bara pabbastelpa.

Ég var svo dugleg að setja inn fullt af myndum í mars 2008 albúm og langafamyndir sem Afi Wonder tók á nýju vélina sína. Skrifaði líka texta við allar myndir og er orðin afskaplega þreytt eftir daginn og törnina sem hefur verið undanfarið. Það verður sweeeeet að komast í páskafrí eftir viku.

Skoðið nú myndir og kvittið í gestabókina - alveg skylda að kvitta þannig að við sjáum hverjir eru að fylgjast með!

www.123.is/agustarut

Engin ummæli: