laugardagur, mars 08, 2008


Jæja nú fer lífið að taka á sig eðlilega mynd aftur. Veislur, flutningar og annað stúss að baki og framundan páskafrí með tilheyrandi hvíld og afslöppun:) Við Andri vorum að ræða það að undanfarinn mánuð erum við búin að vera eins og tvö vélmenni. Núna ætlum við að njóta þess að hvíla okkur og hafa það huggulegt í nýju íbúðinni.


Set eina hérna með af litlu afmælisstelpunni að opna pakka í náttgallanum. Hún skemmti sér konunglega í dag með öllum vinum sínum og núna vonum við að hóstinn láti hana í friði í nótt og við fáum öll að sofa dáldið. Það væri nú aldeilis tilbreyting!

Engin ummæli: