Nú er litla Skagadísin okkar aldeilis orðin stór og dugleg!
Er farin að labba og tekur mest 7-8 skref, spái því að hún verði farin að hlaupa um eftir páska. Síðan tók hún upp á því hjá ömmu sinni í morgun að pissa í koppinn! Ég var nefnilega búin að átta mig á því að ef maður tekur bleyjuna strax af henni þegar hún kemur inn úr vagninum þá pissar hún eiginlega alltaf strax. Amma prófaði þetta í dag og setti hana á koppinn og viti menn mín bara sat og pissaði í koppinn:)
Ég set eina hérna af henni í nýju peysunni frá Auði Öglu - þvílíkt meistarastykki sem þessi peysa er. Verður sko mikið notuð.
Og þar sem barnið er orðið eins árs þá byrjaði ég í dag að hringja út af leikskólamálum og hún er númer 19 inn á Laugaborg og því ekki mjög líklegt að það gangi í haust en við vonum það besta:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli