mánudagur, mars 31, 2008

Við erum á lífi....

Ætlaði að setja inn fullt af myndum á Áru síðu en þá er verið að uppfæra hana í 72 klst.!!!

Þannig að ég setti bara nokkrar hérna fyrir áhugasama og þá sérstaklega brúðhjónin á Flórída:)

Ágústa Rut er með nýja barnapíu daglega því aðallbarnapían hennar hún amma Rut er á Flórída

Við þökkum öllum þessum góðu vinum og fjölskyldu fyrir að hjálpa okkur svona mikið. Harpa, Svava, Hjalti, Eva, Auður Agla, mamma og amma Malla þúsund kossar!

Ágústa Rut kippir sér ekkert upp við þessar breytingar og er síglöð og brosandi. Vorum smá stressuð að þetta yrðu viðbrigði fyrir hana en hún er dugleg mús og elskar selskap frá skemmtlegu fólki:)

Komin í sparifötin á afmælisdegi föður síns
Sprella og tjútta með Hjalta guðföður og barnapíu!!!
Langamma stórglæsileg á 95 ára afmælinu - pant líta svona út þegar ég verð 95!
Gott að sitja þarna í horninu og narta í saltstöng
Eldur tengdasonur kom í heimsókn og hitti spúsu sína. Þeim kom vel saman og staðfestu kærustuparaheit sín:) Hildur "frænka" og fjölskyldulæknir passaði vel upp á alla:)

Lofa bættum tímum hérna á blogginu - hef bara sem betur fer ýmislegt annað að gera stundum en að blogga:)

tjúrílú

Engin ummæli: