laugardagur, nóvember 08, 2008

Ég sé að kommentakerfið hefur tekið kipp við birtingu dagbókarskrifanna...

kannski öllu skemmtilegri skrif þarna þegar ég var 14 ára;)

Ég ætla því að afhjúpa fleiri þó svo að ég fái aumingjahroll við innslátt hverrar setningar!

Dæmi 3 - svo ég haldi nú áfram með fiskafélagið...

22. janúar 1996

Ég er að fara að sofa og ég hlakka svo til að sjá hann Andra á morgun.
Í dag í skólanum var hann svo sætur og skemmtilegur og ekki eins feiminn við mig eins og venjulega. Hann var að segja okkur að við ættum að gefa pýrenafiskunum sem við ætlum kannski að kaupa, þurrkaðar rækjur og hann var svo mikil dúlla (dúlla undirstrikað 14 sinnum!)

framhald 22. janúar 1996:

En nú er aðalatriðið, í dag var ég að spjalla við hann og þá sagði Samía: "Þið yrðuð sætt par" og ég svona hló ha ha ha og þá sagði hún að hún héldi að hann væri hrifinn af mér og ég hló aftur. En hún sagði að einhver hefði sagt henni það og þá fór ég að hafa meiri áhuga á að spjalla um þetta við hana en hún vildi ekki segja mér hver sagði henni það og núna vildi ég óska þess að þetta væri satt en það er það örugglega ekki.

*aumingjahrollur og smá hlátur*

vona lesendur góðir að þið séuð ekkert farin að efast um heilbrigði mitt...

Engin ummæli: