Í gær var ég búin að elda þvílíkan kreppurétt...
skar niður allskyns grænmeti úr ísskápnum, saxaði hvítlauk og hellti olíu yfir og ákvað síðan að smella kartöflubátum sem ég átti forsoðna inni í ísskáp. Þeir voru búnir að vera til ansi lengi en ekki komnir á dag. Þessu smellti ég síðan inn í ofn og hugsaði mér gott til glóðarinnar. Ekki leið að löngu þangað til gráðostamygluógeðslykt lagði um allan íbúðina. Kartöflurnar voru þá algjörlega óætar og ég átti svo erfitt með að sætta mig við það og reyndi hvað ég gat að koma niður einhverjum bitum...
þessi réttur fór því beinustu leið í tunnuna og ég benti Andra pent á það að hann og Ára gætu kannski bara fengið sér pylsu á leiðinni heim úr Zeninu en fyrst fór hann í Zen, síðan ég!
þau fengu sér pulsu og böðuðu sig síðan þegar heim var komið og þá benti áran á typpið á pabba sínum og sagði pulsa! eða punsa á hennar máli (hún þekkir náttúrulega ekki bjúga-nei segi svona!)
ég þurfti síðan að borða dáldið annað...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli