föstudagur, nóvember 07, 2008

Ég þurfti aðeins að skottast niður í geymslu áðan...

og fann ýmislegt skemmtilegt, rauðan kjól sem ég og Álfrún keyptum þegar við fórum til Barcelona 2001 að mig minnir og mér til mikillar gleði þá kemst ég í hann, jólakjóllinn í ár bókað, skella smá fatalit í hann og hann er eins og nýr. Rándýr á sínum tíma og seldur í pesetum en þá var nú efnahagsástandið annað en í dag. Einnig var ég skemmtilegan gleymérei pott frá Möggu sem ég eftir að setja fræ í...

síðast en ekki síst fann ég THE DIARY frá árinu 1996 eða bókina um Andra sem ég ritaði í um hálfs árs skeið þegar ég var í 8. bekk.

það er alveg frábært að lesa þessa bók - grafalvarleg skrif hjá mér og hugleiðingar 14 ára ástfanginnar stúlku;)

Sem dæmi:

"Ég er í svokölluðu fiskafélagi í skólanum sem sér um að kaupa fiska fyrir skólann. Andra langar held ég svo rosalega að vera í því en þorir ekki því Helga finnst það eitthvað ansnalegt. Það væri alveg frábært ef hann vildi vera með því þá gæti ég séð hann oftar".
Já það hefði nú aldeilis létt mér lífið á þessum árum ef Andri hefði verið með í fiskafélaginu...haha

Annað dæmi:

"Ég er alltaf glápandi á hann því hann er svo sætur (sætur er meira að segja undirstrikað) og í dag vorum við að spila og stelpurnar þurftu alveg að öskra LINDA þú átt að spyrja og ég var alveg með stjörnur í augunum eftir að hafa verið að glápa á hann og sagði rugluð númer hvað og spurningarnar hafa ekki nein númer. Það er nú ekki gott að vera ruglaður af ást!
Ónei það er sko ekki gott að vera ruglaður af ást en að vera ruglaður og skrifa svona bók, það er sko í lagi 12 árum síðar;)

Mikið er ég búin að skemmta mér við þennan lestur!

Góða nótt

Engin ummæli: