Ástand mitt var greinilega ekkert bara bundið við daginn í gær því ég fór heim úr vinnunni áðan vegna þess að það var eins og einhver væri að hamra í hausinn á mér! Ég vona að sé ekki að fá einhverja pest - ég sem fór í flensusprautu í síðustu viku.
Ég er bara hundslöpp og ligg eins og skata, vona að þetta rjátlist af mér í dag og geti farið spræk inn í helgina.
Ég setti nokkrar myndir inn til að stytta mér og ykkur stundir - Áran er náttúrulega alltaf sama krúttið - vaknaði syngjandi í morgun, við heyrðum bara í henni inni í herbergi hjá sér að syngja: sofu unga atin min, uti egnið gætur...og afi minn og amma min út á bakka búa!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli