3 Ára afmælismyndir eru komnar á myndasíðuna:)
Þessi yndisfríða stúlka er sko ekki dóttir móður sinnar fyrir ekki neitt og elskaði að eiga afmæli og var ekki alveg að átta sig á því að í dag væri þetta búið og hún ætti ekki lengur afmæli:)
Við þökkum öllum fyrir komuna og dömuna sem áttu leið hjá um helgina - samkvæmt mínum útreikningum voru þetta um 75 manns. Mikið erum við nú heppin að eiga svona marga góða vini og fjölskyldu, alveg hreint ómetanlegt. Þeir sem lögðu síðan hönd á plóg með veitingar eiga þúsund þakkir skildar því maður hristir nú ekki svona fermingarveislu fram úr hendinni eins síns liðs, að minnst kosti ekki ég:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli