mánudagur, mars 15, 2010

Vor í lofti?
Það væri alveg dásamlegt ef vorið væri bara komið og allur snjór og kuldi farinn þangað til kannski bara í janúar á næsta ári:) Bjartsýn, já ég held það bara. Með vorinu hefjast útihlaup aftur, við gátum hlaupið ótrúlega lengi fram á veturinn eða nánast alveg fram til jóla. Síðan hafa janúar og febrúar mánuður varla boðið upp á útihlaup en nú eru þú formlega hafin aftur sem þýðir að ég þarf að fara að setja mér markmið fyrir sumarið. Stefnan er að hlaupa þrisvar í viku og auka það síðan þegar líður á sumarið og taka kannski þátt í aðeins fleiri hlaupum en bara maraþoninu í ágúst.

Undanfarin tvö skipti sem ég hef sett mér markmið í þessum hlaupamálum hef ég náð þeim sem er alltaf ánægjulegt en núna finn ég að mig langar að setja mér óraunhæf markmið þannig ég ætla íhuga málið vel áður en ég pósta þeim:)

Ég er búin að vera með kennaranema hjá mér í vinnunni undanfarnar þrjár vikur sem er notalegt, þá er ég meira á kantinum að fylgjast með. Mjög svo fullorðinslegt allt saman.

Og meira fullorðinslegt, ég er líka að fara að taka þátt í rannsóknarstofu um menntastjórnun, nýsköpun og mati á skólastarfi! Einhvers staðar verður maður að byrja og þetta er fínn grundvöllur enda stefni ég á einhvers konar stjórnun í framtíðinni í hvaða formi sem hún verður nú!

Já maður er ekki að yngjast neitt það er nokkuð ljóst, er ekki frá því að ég sé að fá smá svona poka yfir augun og nú lýg ég ekki, finn hvernig augnlokin á mér eru farin að þyngjast enda er þetta ákveðið ættarmerki að vera eiginlega ekki með nein augnlok og þessa vegna hef ég aldrei getað verið með eyeliner eða neitt slíkt, klessist alltaf saman!

En við á Laugarnesveginum erum bara nokkuð bjartsýn og jákvæð og erum búin að plana matseðil fyrir vikuna sem er alltaf gott svona í ljósi umræðna sem ég hef átt við ýmsa um það að undanförnu:)
Í kvöld var t.d. grilluð bleikja með rosa góðri jógúrtsósu ala AFO - á morgun er ég reyndar að fara á Ítalíu en það er önnur saga....

kvitt eru alltaf vel þegin!

Engin ummæli: