Febrúarmánuður er í óðaönn að hlaðast inn á myndasíðuna:)
Undirbúningur fyrir the BIG 3 stendur í hámarki, DORU þemað kom frá Ameríku í gær og mér skilst að daman fái Doru kjól í afmælisgjöf sem mun vekja mjög svo mikla lukku.
Ég, Sía og Ára bökuðum tæplega 100 mini cup cakes á föstudaginn og í kvöld er það Rice Crispies og eplakökurnar á morgun ásamt fleiru og fleiru. Síðan er ég svo heppin að hafa heilan haug af fólki í kringum mig sem er til í að gera ýmislegt fyrir mig:)
Þessi unga dama elskar ekkert meira en að "snyrta sig" með mömmu sinni og setur þá á sig ýmis krem og gloss og meira að segja svitalyktaeyði:)
Hún á síðan alveg golden moment inn á milli eins og t.d. þetta þegar hún var að horfa á Stundina okkar:
Ára: Mamma, er stærðfræði nokkuð leiðinleg?
Ég stærðfræðikennarinn sjálfur svara: Nei auðvitað ekki, hún er mjög skemmtileg, hver er að segja að stærðfræði sé leiðinleg? (furða mig á því hver sé að innræta barnið slíkri endemis viltleysu)
Ára: Björgvin Franz er að segja að stærðfræði sé leiðinlegt!
Annars er þetta mynd mánaðarins af dásamlega skemmtilegri og jákvæðri fjölskyldu sem kom í kjötsúpu á dögunum og Úlfar Jökull fékk lánuð prinsessunáttföt og bleika duddu og var að fíla sig vel:) Óli "Calm" var eins og ljós og sat í fanginu á pabba sínum í hátt í klukkutíma án þess að segja múkk! Ótrúlegur drengur:)
Kommentakerfið hefur breyst eilítið en er langt því frá að vera hætt að taka við kommentum þannig að endilega kvitta fyrir komu og kíkja á febrúarmyndir
aðíós
Engin ummæli:
Skrifa ummæli