fimmtudagur, júní 10, 2010


Íslensku menntaverðlaunin



Á þriðjudaginn síðast liðinn hlaut ég þann heiður að fá Íslensku menntaverðlaunin í flokki ungra kennara sem hafa sýnt hæfileika og lagt alúð við störf sín.

Að mínu mati er það einstakur heiður að hljóta þessi verðlaun og jákvætt þegar tekið er eftir störfum kennara ásamt því að vera mikil hvatning í áframhaldandi starfi.

Slíka viðurkenningu hlýtur þó enginn upp á eigin spýtur. Ég var ákaflega heppin þegar ég fékk kennarastöðu við Laugalækjarskóla fyrir 4 árum síðan, yndislega samstarfsfólkið mitt þar hefur gert mér kleift að viða að mér ómetanlegri þekkingu og reynslu úr þeirra brunni svo ég tali nú ekki um skólastjórana þá Björn og Jón Pál sem hafa sýnt starfsfólki sínu einstakt traust og svigrúm til þess að taka aukna forystu í starfi.

Hérna má lesa greinargerð dómnefndar í heild sinni!

Ég vona síðan að ég eigi eftir að líta jafnvel út hún Ragnheiður Hermannsdóttir sem hefur verið við kennslu í 39 ár.

Ástarþakkir fyrir allar góðu kveðjurnar kæru vinir.

Virðing - Eldmóður - Gleði

Engin ummæli: