Ára hefur erft eitt gott gen frá mér...
hið víðfræga textagen:) Við Andri skildum hvorki upp né niður um daginn þegar hún bað um "djobbelífs" og spurðum endalausra spurninga um hvað þetta væri nú eiginlega eða þar til dóttir okkar var við það að fara að væla. Þá áttaði Andri sig skyndilega á því að hún væri að biðja um lagið God þar sem John Lennon syngur I don´t believe í viðlaginu! Hún er með góðan tónlistarsmekk stúlkan en greyið situr uppi með textagenið - ég meina hver man ekki eftir hommideis?
Annars sá ég það í dag að ég læt stundum alltof mikið eftir henni, þurftum að þeysast í gegnum Bónus og áður en ég vissi af var þessi meters manneskja búin að "láta" mig kaupa kleinur, kók, Sollu ís og tvo hlauporma í poka. Ég þarf klárlega að taka mig aðeins á í uppeldinu:)
Í fyrra fékk hún Spiderman blöðru á 17. júní, núna segist hún vilja Latabæjarblöðru - ekki alveg nógu góð þróun en sjáumst til hvernig þetta endar:)
Að lokum - hamingjuóskir til Örnu og Bjarna sem eignuðust son í nótt og við á Laugarnesveginum hlökkum mikið til að sjá þennan litla mann sem er án efa dásamlegur líkt og foreldrarnir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli