fimmtudagur, júní 24, 2010

Miðnæturhlaup á Jónsmessu

Flottur hópur úr fjölskyldunni skellti sér í hlaupið og árangurinn ekkert af verri endanum. Bjarki frændi á 52:52 sem er helvíti gott fyrir mann á hans aldri:) Ekki mitt persónulega besta en 48:56 var tíminn samkvæmt klukkunni en ég geri ráð fyrir að flagan gefi mér 5-10 sek betri tíma. Fyrri hringurinn gekk mjög vel og ég var í góðum gír, sá seinni var heldur erfiðari og eiginlega bara óbærilegur á tímabili en svona vill það verða þegar maður hleypur ekki nógu oft en bjöllurnar hafa algjörlega verið í forgangi undanfarið. Markmiðið var samt bara að ná undir 50 en nú fer markmiðið að verða að ná undir 48.

Þegar ég skoða gömul úrslit úr þessu hlaupi en ég var ansi virk árin ´96, ´97 og ´98, þá átti ég best 47:08 en þetta er á aldrinum 14-16 ára og kannski ekki alveg sambærilegt en ágætis viðmið. Núna VERÐ ég bara að æfa markvisst og komast einhvern tímann undir 45, það væri draumur:)

Takk fyrir skemmtilegt hlaup, mamma, Svava, Bjarki og Jóel!

Engin ummæli: