miðvikudagur, júní 30, 2010

"Epilator ævintýrið"


Hún Sóley vinkona hefur aldrei verið þekkt fyrir annað en að vera með ráð undir rifi hverju og ósjaldan bent mér á ýmislegt skynsamlegt. Nú síðast var það þessi græja - epilator eða hártætari! En þegar konur hyggja á viku para/treatment ferð til Stokkhólms er nauðsynlegt að vera með vel "skafaða" leggi.

Manneskja sem hefur aldrei gerst svo stórtæk að leggja það á sig að fara í vax ætlar sér þó heldur mikið um of þegar hún fær lánaða slíka græju og byrjar að tæta - DJÖFULL ER ÞETTA VONT! Ég var rétt komin langleiðina með hægri þegar ég játaði mig sigraða, hringdi í Sóleyju og spurði hvort þetta ætti í alvörunni að vera svona sjúklega vont, Sóley greyið hafði þá ekki alveg gert sér grein fyrir hversu mikill amatör ég væri í þessum málum og benti mér á að það væri kannski gott að láta klára þetta mál með vaxi og taka svo næsta skipti með græjunni. Og sú var lendingin, ég sendi snyrtikonunni minni örvæntingarfullt sms klukkan tíu í gærkvöldi og spurði vinsamlega hvort hún gæti vaxað á mér vinstri legginn og útskýrði vandmálið fyrir henni. Fékk tilbaka hahahaha já Linda beauty is pain! og á núna tíma kl 11:30 til að klára þetta. Ég mun hins vegar ekki gefast upp á hinu og ætla fjárfesta í helv... tækinu, ég sé nefnilega hversu fínt þetta verður og alveg sársaukans virði:)

Andri spurði einmitt í gærkvöldi hvort þetta yrði ekki eins með þessa græju og álfabikarinn sem títtnefnd Sóley benti mér líka á fyrir rúmu ári síðan. Fyrst þegar ég heyrði um þennan bikar sem ætti að troða upp í leggöngin varð mér allri lokið og fullyrti að þetta væri sko ekki fyrir mig. Nú rúmu ári seinna hef ég étið það allt ofan í mig og ELSKA bikarinn minn og gæti aldrei í lífinu án hans verið og hika ekki við að dásama hann mánaðarlega:)

Ég spái sama árangri með hártætarann!

...to be continued

Engin ummæli: