7 vikna Magdalena
Gott að vera vel girtur:) Magdalena með svörtu augun eins og Jónína í ungbarnaeftirlitinu kallar hana!
Nú fer óróinn að koma sterkur inn og rimlarúmið búið að vera uppi í tvær vikur - þar sofnar hún alltaf á kvöldin og sefur vært, hefur verið að færa svefninn framar og í þessari viku er hún að sofna um svona ellefu leytið og vaknar kannski hálf fjögur fjögur til að drekka og kúrir þá gjarnan hjá mömmu sinni til morguns eða þangað til stóra systir kemur um hálf átta átta leytið og vill knúsa og kyssa:) Mér finnst ekki gott að láta hana sofna út frá drykkju því hún ælir aldrei nema upp í sig og kyngir aftur - jömmí og þá er betra að gefa henni aðeins áður en hún fer að sofa svo hún nái að jafna sig áður en hún leggst niður!
Lætur fátt raska ró sinni (tekur samt alveg pirring eins og gengur og gerist og er ómöguleg og vill bara láta halda á sér og bossa rass) og er farin að fara mikið í göngutúr en ég elska að fá mér hressingagöngu jafnvel tvisvar á dag og endurnýja súrefnið:)
Mér finnst eins og Lenu lúsin sé slakari karakter en Ára en það á eftir að koma betur í ljós!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli