fimmtudagur, febrúar 16, 2012

Nóg af verkefnum í fæðingarorlofinu!

Maður situr ekkert auðum höndum í orlofinu og nóg að gera á hverjum degi, hversdagslegu hlutirnir eins og að þvo þvott, taka til og ganga frá leirtaui taka sinn tíma í bland við ýmis verkefni sem hafa setið á hakanum eins og að koma brúðkaupsmyndum í ramma ásamt öðrum myndum og búa til myndavegg. Ég er náttúrulega fáránlega mikil reglustika og get ekkert hent upp svona "útumallt" myndavegg eins og mér finnst svo flott. AFO og ÁRA þurftu því að vera mér innan handar og höfðu sínar skoðanir á því hvernig þetta ætti allt saman að vera, Ára svona heldur miklar en útkoman var þessi!Ég er síðan með endalaust langan lista af bókum sem mig langar að klára að lesa. Á náttborðinu bíður Brakið hennar Yrsu, Jójó eftir Steinunni Sigurðar, Einn dagur, Buddism for Mothers, tvær Nesbö bækur og þar af önnur hálfkláruð. Í bland við þetta allt saman má líka finna Hollráð Hugós, Draumalandið og Stjörnumerkjabókina.

Ef ég væri kannski minna í tölvunni myndi ég lesa þeim mun meira!Engin ummæli: