þriðjudagur, febrúar 14, 2012


Magdalena orðin sex vikna og gott betur!


Lenulúsin fór í 6 vikna skoðun í síðustu viku og hlaut fína dóma. Jónína ljósmóðir í ungbarnaeftirlitinu nær á einhvern ótrúlegan hátt að kalla það besta fram í svona litlum krílum, hefur alltaf náð einstaklega vel til Ágústu Rutar og sama var uppi á teningnum með Magdalenu en hún brosti og hjalaði og lék á alls oddi í skoðuninni. Orðin 4060 gr. og 54,5 cm, bara búin að ná meðalfæðingarþyngd íslenskra barna;) Fékk síðan Tokyo sushi í verðlaun en við skulum ekkert ræða það hversu oft við fáum okkur bita þar!


Stóran bað síðan um göt í eyru í síðustu viku en Brynja vinkona hennar er nýlega búin að fá. Ég stóð í þeirri meiningu að hún vildi ekki göt því hún tilkynnti mér það þegar Brynja fékk sín en annað kom á daginn og hún var harðákveðin í þessari götun. Ég er alltaf svo föst í reglum sem voru settar á mínu heimili í denn svo mér fannst hún alltof ung enda Gústa senior með 8 ára regluna en ég var einhvern veginn búin að bjóða upp á þetta svo ég gat ekki sett reglu eftir á! Við mættum því galvaskar mæðgurnar í Mebu eftir leikskóla á föstudaginn og Ára valdi sér lokka og settist í stólinn, lét teikna á sig punkta en HÆTTI svo við:) Eins og mig grunaði, maður þekkir sína nokkuð vel, ég var líka búin að segja henni að Svava frænka hefði hætt við stólnum þegar hún var 8 ára, bara svona til að ítreka að það mætti alveg hætta við - maður þekkir nefnilega alveg keppnisskapið í fjölskyldunni! Ég græt það nú ekkert að hún hafi hætt við og hún gerir þetta bara seinna þegar hún er tilbúin:) Við eigum allaveganna fagurrauða lokka til skiptanna!

Ég lét síðan klippa af mér alla lokkana í gær enda ómögulegt að stífla baðkarið þegar maður fer í sturtu og vera með hárbrúsk samansafn í rassaskorunni;) Brjóstagjafahárlos búið að banka upp á og ekkert annað í stöðunni en að losa sig við hár! Plús það að ég var farin að vera einungis með hárið í hnút alla daga og því frekar tilgangslaust að vera með hár niður á rass. Ég var nýbúin að horfa á Midnight in Paris og fannst svo helvíti flott klippingin á leikkonunni þar Rachel eitthvað, þið vitið með mig og leikaranöfn en allaveganna tók ég mynd af tölvunni og mætti með til hárgreiðslumeistarans hennar Ingigerðar og voula hún töfraði fram góða greiðslu:)

-Linda-


Engin ummæli: