mánudagur, febrúar 20, 2012

Byrjaði í kerrpúlinu í dag og komst að tvennu:

1. Keppnisskapið er enn til staðar
2. Ýmsir vöðvar - ekki enn til staðar:)

Hlaup, hnébeygjur og kálfaæfingar halda samt áfram að vera mínar æfingar. Armbeygjur eru erfiðari og liðleikinn mætti vera meiri. Gott að setja sér einhver ný markmið fyrir sumarið!

Náði líka í nýja ipod nanó-inn minn - hlakka til að hlaða inn einhverjum hlaupa/göngu vænum lögum!