mánudagur, febrúar 06, 2012

"Einstæða móðirin múltitaskar með aðstoð þó!"


Andri er búinn að vera sérlega upptekinn síðast liðna viku. Fyrst skellti hann sér í vinnuferð norður á Akureyri og síðan er hann búinn að vera að klára NLP námskeiðið og taka bæði verklegt og skriflegt próf um helgina. Ég fékk því að þreyta frumraun mína sem einstæð móðir tveggja dætra:) Þar sem ég hef nánast sofið til hádegis allan fyrsta mánuðinn hennar Magdalenu voru ákveðin viðbrigði að vakna og komu einni á leikskólann:) Og þó svo að Ára sé orðin ansi meðfærileg þarf samt koma henni í háttinn með lestri ásamt því að bursta (sem hún telur sig reyndar fullfæra að sjá um) og fleira sem þarf að græja.


En ég komst að því að ég get lesið og gefið, sungið og huggað og svæft allt á sama tímapunktinum - þarf samt að sætta mig við að uppvask og drasl þarf að bíða aðeins lengur en venjulega! Ég á nefnilega mjög bágt með að hafa mikið drasl í kringum mig:) Hver hefði nú getað ímyndað sér það á mínum unglingsárum þegar þurfti bókstaflega að gera göng til komast út úr herberginu mínu!


Þetta gekk samt alveg ljómandi vel með góðri aðstoð frá ömmum og frænkum. Við erum samt mjög fegnar að hafa endurheimt bóndann aftur og Áru leið eins og hann væri bara að fara í tveggja vikna reisu en ekki einn og hálfan sólarhring, svo mikill var söknuðurinn og gott að Andri er ekkert að stefna á flugmanninn eða eitthvað slíkt;)


Ballerínan mín sem vill þótt ótrúlegt sé láta greiða sér svona fyrir balletttíma!


Glæsileg!


Magdalena heldur áfram að stækka eins og sést á þessum galla sem var fáránlega stór á hana fyrir stuttu!


Lena litla er farin að splæsa í bros og smá hjal á útvalda fyrir svona tæpri viku - erfitt að ná á filmu en þau eru alltaf að verða fleiri og fleiri;)


Flottar vinkonur í Sólarkaffi á Laugaborg (á erfitt með að venjast nýja nafninu Laugasól)

Engin ummæli: