Undur og stórmerki...
Ágústa Rut svaf ein í alla nótt í herberginu sínu án þess að rumska! Hún vaknaði að vísu að verða hálf sjö en ef við horfum fram hjá því þá er þetta náttúrulega algjör lúxus. Ég var auðvitað vöknuð upp úr fimm og hélt að eitthvað væri að og fór inn til hennar en þá lá hún bara steinrotuð!
Það var því kominn mikill hressleiki á heimilið fyrir sjö, AFO farinn að glamra á gítarinn og tölvan, sjónvarpið og útvarpið komið á fullt. Allir þvílíkt hressir svona vel úthvíldir;)
Er að fara í nudd og maska og litun og plokkun á eftir...smá því að ég eigi eftir að sofna smá!
Góða helgi!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli