föstudagur, september 28, 2007

Ég er öll að koma til...þurfti bara að sofa smá því mér leið svona eins og þegar maður getur ekki opnað mjólkurfernu nema hvað að það var ekki bara í höndunum heldur í öllum líkamanum!

ÁRA þurfti líka að vinna upp svefn líkt og móðir hennar og er búin að sofa mikið í dag. Greinilegt að þotuþreytan situr í okkur mæðgum.

Ég ákvað því að fara að mauka og mauka og mauka. Brokkolí, blómkál, kjúlli, sætar kartöflur, mangó og banani. Allt í þágu dótturinnar:)

Hérna má sjá afrakstur dagsins!

Engin ummæli: