föstudagur, september 14, 2007

Æj það var svo sætt áðan þegar ég var inni í Bónus...

afi að passa barnabarnið sitt og síðan hafði örugglega annað foreldrið hringt til að tjékka hvort að það væri ekki allt í lagi og hann var svo glaður að vera að passa og maður heyrði alveg ánægjuna í röddinni þegar hann sagði:

"Já svo labbaði hún alveg um allt Austurstrætið og það sem allir voru hrifnir af henni, það var sko engu lagi líkt!" Og svo hélt hann áfram að dásama barnabarnið:) Svona eru þessar ömmur og afar!

Svo er það bara Köben á morgun, hef svona aðeins verið að plana dagana og þar á meðal hvenær best sé að heimsækja 100 ára gömlu langömmu mína en mánudagurinn var hentugastur fyrir hana því á þriðjudögum fer hún á kóræfingar og á miðvikudögum kemur vinkona hennar í heimsókn...þetta hljómar ekki alveg eins og 100 ára gömul kona!

Þá er það bara niðurpökkun og ómæ ómæ hvað þarf að taka mikið með þegar smábarn er með í för. Lítil skotta sem fór í 6 mánaða skoðun í gær og er orðin 68 cm á 7,4 kg! Pissaði síðan tvisvar yfir allt í skoðuninni og lék auðvitað á alls oddi, hló og skríktí og fannst nú ekki mikið mál að fá smá sprautu, rétt grét pínu og var síðan fljót að jafna sig:) Læknirinn hafði orð á því að það væri örugglega auðvelt að kenna henni því þegar hann var að skoða í eyrun þá lá hún bara kyrr og róleg! Auðvitað er auðvelt að kenna henni, mamma hennar er kennari;)

Hafið það gott elskurnar á meðan ég er úti og hver veit nema maður komist eitthvað í tölvu þarna og geti skellt inn smá fréttum af Baunum...

Góða helgi!

Engin ummæli: