Ok ég verð að viðurkenna það...
að maður þarf að venjast því að vera ekki með uppþvottavél. Reglan um að gera þetta jafnóðum virðist stundum skolast til og ekki skolast leirtauið af sjálfu sér. Hins vegar venst þetta eins og allt annað!
Á reyndar eftir að sjá það venjast að vakna á ókristilegum tímum eins og t.d rúmlega fimm;) Okkur var reyndar bent á að við ættum að búa okkur undir að vakna soldið snemma á meðan að þessi sexgjöf dytti út og ÁRA væri að venjast herberginu sem hún virðist bara vera að gera, svaf allaveganna frá hálf níu til fimm án þess að rumska þannig að ef ég hefði kannski drullast í rúmið svona 3 tímum fyrr hefði ég fengið ásættanlegan svefn. En þá hefði ég auðvitað ekki komist svona langt með verkefnið sem ég er að gera.
En dóttirin er þrjósk og reynir hvað hún getur til að fá sínu fram en það sem hún veit ekki ennþá er að mamma hennar er mun þrjóskari og gefur sig ekki og þetta verður því barátta þangað til önnur hvor (hún) gefur sig að lokum og sefur til hálf níu;)
Annars er verkefnið langt komið og þá tekur við eitt enn lítið áður en ég get farið að hlakka til Köben.
Ég verð soldið að leggja mig í dag þannig þið látið ykkur ekkert bregða ef símum og öðru slíku verður ekki svarað!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli