Aprílgabbið...
Nemandi: Linda þú veist kannski ekki að ég er búinn að gabba þig!
Ég: Ha, hvernig þá?
Nemandi: Nú með að láta þig halda að ég sé búinn að gabba þig!
Einmitt - þetta var gabb dagsins (Einn úr þinni familíu Marghuga)
Annars er ég að gefast upp á sælgætissýkinni í sjálfri mér. Af hverju getur ekki komið sælgætiskreppa og allt nammi gufar upp...
...þá þyrfti ég ekki að eyða öllum kvöldum í berja á fingur mér og reyna eftir að fremsta megni að fá mér ekki sætindi - tekst svo gott sem aldrei!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli