Við mæðgur áttum saman góðan kósýdag heima vegna starfsdags í leikskólanum...
Við höfðum það afar huggó saman og gerðum margt skemmtilegt, Ára bjó til marga kaffibolla fyrir mömmu sína þrátt fyrir að hún drekki harla sjaldan kaffi en hún veit ekkert skemmtilegra en að standa við kaffikönnuna okkar og "búa" til kaffi og "setja" í litlu bollana. Hofðum líka á Sveppa sem er vinsælasta sjónvarpsefnið þessa dagana.
Síðan fórum við í dótabúð en það er algjört uppáhalds þó svo að ekkert sé keypt, bara að hlaupa um og leika með flotta eldhúsið sem er til og skoða allt dótið. Við keyptum líka lítið borð og stóla í herbergið hennar þannig að hún geti setið og dundað sér.
Í hádeginu var borinn fiskur á borð og síðan lögðum við okkur á annan klukkutíma, heimsóttum Báru okkar og Týslu og náðum svo í pabbaling í vinnuna og fengum okkur vöfflu og kakó á Mokka. Enduðum síðan daginn á mat í Geisla. Svona daga elskar Áran, sér í lagi eftir að hún byrjaði á leikskólanum - því á svona dögum fær hún að hafa dudduna, fær appelsínusafa að drekka og óskipta athygli einnar manneskju:)
Og núna er bara heil helgi af þannig knúsi og huggulegheitum en planið er ekkert sem er stundum gott nema reyndar kjötsúpuboð hjá afa á sun og danssýning með Möggu og Síu...
Smá svona hvað að gera blogg en þau blogg eru alveg ágæt svona endrum og eins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli