Ég og mamma vorum á skemmtilegum tónleikum Léttsveitar Reykjavíkur áðan...
rétt áður en tónleikarnir hefjst hvíslar mamma í eyrað á mér hvort ég sjái alveg (greinilega með áhyggjur af því að langlágvaxnasta dóttirin sæi ekki yfir næsta mann). Ég jánka og segist sjá alveg prýðilega. Þá svarar mamma á móti: "já þú ert svona há í sæti eins og ég!"
alltaf lærir maður eitthvað nýtt, hef aldrei heyrt um það að vera há í sæti en mamma tjáði mér að hún myndi nota þetta óspart.
og þar hafiði það, þó ég sé ekki há í lofti er ég há í sæti:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli