mánudagur, maí 25, 2009

Við Andri vorum ekki alveg búin að gera okkur grein fyrir því að brúðkaupi fylgdu gjafir...

eða jú auðvitað vissum við það en í skipulagsflóðinu undanfarna daga hefur verið lítill tími til að velta því fyrir sér. Við fórum því aðeins að skoða í kringum okkur og kíktum til að mynda í hina ágætu búð Kokku á Laugaveginum sem selur allskyns varning sem manni hefur hingað til nægt að láta sig dreyma um. Eftir á komumst við síðan að því að hægt er að gera óskalista á netinu þannig maður þarf ekki einu sinni að fara í búðina - afar hentugt myndi ég segja. Ætli við gerum þá ekki bara smá lista þar þrátt fyrir að ég hafi fengið nóg af brúðarlistum þegar ég vann í Tékk-Kristal um árið;)

Í dag er ég búin að vera með Áru heima sem var rosa veik í morgun og endaði með því að við fengum sjúkrabíl hingað þar sem við mæðgurnar vorum báðar grátandi, önnur sökum vanlíðan og hin út af móðursýkiskasti við það að sjá barnið sitt svona illa haldið. Andri hefur hins vegar fullvissað mig að þetta sé örugglega ekki óalgengt en ég skammaðist bara svona pínu mikið eftir á! Barnið er hins vegar búið að fara í allsherjartjékk og er að öllum líkindum bara með flensu.

Ég er síðan örugglega komin með vogris í annað augað og bið hann vinsamlegast að láta sig alveg hverfa fyrir stóra daginn!

Engin ummæli: