sunnudagur, maí 17, 2009

Jæja gott fólk það hlaut að koma að því...

ég fékk loksins bónorð! Þetta gat hann kallinn;)

Núna er því allt komið á fullt að skipuleggja brúðkaup sem verður þann 6. júní!

Frá því að ég vissi þetta sem er nú ekki nema rétt vika síðan er ansi margt búið að gerast:

  • Salurinn er klár en þar verður athöfnin og veislan og Óskar Daian Ingólfsson mun gefa okkur saman
  • Boðskortin fara í prentun í byrjun vikunnar og væntanlega í póst í kjölfarið af því (þökk sé Sóleyju og Kobba)
  • Er svo gott sem komin með dress - þarf aðeins að þrengja og pæla en ekkert stórmál enda engin rjómaterta á ferð
  • Matur og vín er allt á réttri leið
  • Veislustjóri er ráðinn
  • Tónlistaratriði eru að verða klár
  • Búin að tala við hárgreiðslukonuna mína hana Ingigerði
  • Komin með manneskju til að vinna við veitingarnar og annað slíkt
  • Setti tvær góðar vinkonur í playlistagerð
  • Brúðarvalsinn hefur verið æfður og munu þrotlausar æfingar vera næstu þrjár vikur;)
  • Hef átt óteljandi samtöl við Sóleyju "Wedding planner" með meiru og hún komið með góð ráð
  • Don Ruth er búin að hringja mörg símtöl enda með sambönd út um allan bæ
  • og fleira og fleira og fleira og....

Andri vissi greinilega að það þyrfti ekkert meiri fyrirvara með skiplagsmaskínuna á heimilinu!

Versta er auðvitað að 15 góðir vinir okkar eru erlendis og geta því væntanlega ekki mætt með svona stuttum fyrirvara:(

Þannig að núna getið þið kæra fjölskylda og vinir farið að bíða spennt eftir boðskortinu;)

Og já þetta er ekki djók...

Engin ummæli: