mánudagur, maí 04, 2009

Gullkornahorn Áru...

Ég verð að fara að koma í gagnið einhvers konar skráningakerfi fyrir gullkornin sem fljúga upp úr dóttur okkar þessa dagana. Í kvöldmatnum áðan verður okkur Andra litið á hana þar sem hún situr með spenntar greipar og skyndilega hefst upptalning:

"Góði Guð: Takk fyrir mömmu, takk fyrir pabba og takk fyrir Sunnudagaskólann"

Það er ekkert verið að spara stóru orðin!

(ég man ekki eftir því að einhver hafi verið að þakka sérstaklega fyrir sunnudagaskólann í kirkjunni en það er greinilegt að barnið er þakklátt;))

Engin ummæli: