Lúxusdagur í vandamálum en reddaðist eins og allt gerir á endanum....
Byrjaði á því að ég reif mig upp úr rúminu klukkan 9 eftir að hafa setið alltof lengi frameftir og kjaftað um allt og ekkert við Láru, sem var samt hrikalega gott og hressandi fyrir mig:)
Tilbúin í slaginn við kennsluverkefnið og komin í gírinn, byrja vandamálin að hlaðast upp. Straumbreytirinn á tölvunni minni gefur upp öndina og hættir að hlaða sem gerir það að verkum að tölvan verður batteríslaus og ölllllllll verkefnið mín eru inni á henni....er samt með afrit af flestu nema ekki því sem ég var að gera í vikunni og það er ótrúlega merkilegt......
allevejene til að gera langa sögu stutta þá þræddi ég allar tölvubúðir bæjarins til þess að leita að réttu tengi og það gekk bara alls ekki vel, besta boðið sem ég fékk var á 12000........einmitt, ekki beint fyrir budduna mína en ég fór heim búin á því eftir erfiðan dag . Þá tók pabbsinn minn sig til og bauðst til að greiða kostnaðinn sem fékk mig til að taka gleðina á ný. Reyndar er þetta kannski skólanum að kenna en ég nenni ekki að útskýra af hverju.....ok ekki búið því í kvöld hringdi gaur sem hafði fengið meil frá partalistanum því Magga yndi sagði mér að senda meil þangað og hann bauð mér nákvæmlega eins dæmi og minn á 3000 kall, ég brunaði heim til hans og var svo ánægð að ég borgaði honum 3500 og kyssti hann rembingskoss nehhh ekki alveg koss en blikkaði hann haha......
Löng og leiðinleg saga en ótrúlega gaman þegar hlutirnir enda svona vel.
Fór síðan á fyrstu hlaupaæfinguna mína áðan og það er nú ekki frásögu færandi nema hvað að það voru 6 km í upphitun takk fyrir og þrælmikið þrek og einhverjar frjálsíþróttaæfingar sem ég var ekki alveg að fatta, eitthvað með samhæfingu og tempo en ég ætti nú að ná því á endanum.
Jæja æfing aftur í fyrramálið......hætti þessu áður en Lára verður brjáluð að ég sé hérna í tölvunni..........
Góða helgi
Engin ummæli:
Skrifa ummæli