miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Viðbjóðskuldi alltaf hreint.....

Það er að hellast í mig einhver flensa, höfuðverkur og beinverkir. Ég kenni kuldanum eindregið um enda var ég aldrei veik í hitanum á Ítalíu.

Í skólanum er nóg að gera sem eykur titring fjörfisksins sem hefur tekið sér bólfestu í vinstra auganu mínu. Þannig að ef þið verðið vör við mikinn titring þá er það ekki tourette heldur fiskurinn í essinu sínu.

Ég hef tekið ákvörðun um að fara bara á ballið á árshátíðinni í Kennó. Ástæðan er ekki að það hafi verið leiðinlegt í fyrra heldur er í fyrsta lagi of dýrt fyrir buddu Piccolinu sem vill frekar verja peningnum í annað en viðbjóðsmat á Broadway. Ég er samt alveg til í teiti fyrir ballið svona fyrir ykkur hin sem treystið ykkur ekki í matinn. Engin móri bara mín indæla skynsemi:)

tjuss

Belinda Hólm

Engin ummæli: