Hlaupa hlaup........
Jæja góðir hálsar á morgun ætla ég að láta smá draum rætast sem ég hef lengi verið að gæla við. Þannig er mál með vexti að rpmið mitt á mán og mið er að detta út því mætingin hefur ekki verið nógu góð, leiðinlegt það reyndar:( Ég ætla hins vegar að nota tækifærið og byrja að æfa hlaup, ójá! Lindan mun mæta galvösk á þrekæfingu hjá ÍR á morgun og á laugardaginn hefjast hlaupin miklu. Ég veit að þetta mun vera erfitt og þetta mun taka á og þar sem að Martha Ernst er með þetta verður örugglega ekkert gefið eftir. Ég mun samt hafa hana Ylfu systur hennar Auðar vinkonu mér til halds og trausts:)
Hver man ekki eftir mér í denn í 10 km hlaupunum. Eitt skiptið stóð ég meira að segja uppi sem sigurvegari í Jónsmessuhlaupinu 18 ára og yngri! Geri aðrir betur.......
Hugsa samt að ég þurfi að sýna ákveðna þolinmæði þar til fyrra hlaupaþol hefur náð sér á strik en það er um að gera að láta á það reyna...er það ekki?
Óskið mér góðs gengis
Hlaupadrottningin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli