Ég er búin að fá myndavélina.......eða við Andri!
Eigum hana víst saman, jólagjöf frá mommsunni minni og pabbsa. En Ella og Stóri Maggi komu færandi hendi með djásnið í morgun, beint frá Ameríkunni. Þetta er hrikalega töff, nett og létt vél sem á eftir að koma að góðum notum við ýmis tækifæri.
Annars er crazy í skólanum.....skilaverkefni.......skilaverkefni.....skilaverkefni!
Framundan verður því killer og mikilvægt að fara ekki yfir um af stressi, taka öndun inn/út og jógaæfingarnar verða teknar upp aftur.
Í þessum töluðu orðum var litla systan mín að hnerra tyggjóinu sínu í hárið á sér......spurning um að fara að greiða það úr.
Í gær fjárfesti ég í nýju týpunni af Supernova hlaupaskónum enda ekki alvöru hlaupari nema vera í alvöru skóm......komst samt að því að ég nota 38 2/3 sem er alveg helv....stórt miðað við litla manneskju, hefði næstum getað tekið 39 1/3, það hefur greinilega allt verið lagt í fæturna enda sérlega lögulegir:)
Jæja það verður ekki lengra að sinni, ætla í smá kvöldgöngu, taka aðeins í gítar, ákveða BP-prógram, gera vinnuskýrslu og fleira og fleira..........Zzzzz
Góði Guð gefðu mér 36 tíma sólarhring:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli