Ég er töff.....
Í gær byrjaði ég að spila á gítar. Ég get spilað blússtef í D og A og kann C á fyrsta bandi og G7. Ég er ánægð með mig og mér fannst ég það töff með gítartöskuna á bakinu að ég ákvað að labba frá Kennó niður í listhús. Ég upplifði mig sem gítartýpu með strá í munninum......fyrir næsta tíma á ég að læra lögin Hjólin á strætó.... og einn lítill tveir litlir......það verður eflaust stuð.
Í augnablikinu sit ég við lestur nokkuð góðrar bókar, Atómstöðin heitir hún eftir nóbelsskáldið okkar. Ég verð að viðurkenna að þetta er besta bókin sem ég hef lesið eftir kallinn en ég hef tekið Sjálfstætt fólk, Kristnihald undir jökli og núna síðast Innansveitarkroniku. Í tíma á morgun mun ég ræða um hvernig má sjá hliðstæður með Organistanum og Niezsche.
Í dag sagði ég mig líka úr faginu stærðfræðinám, rannsóknir og þróun, ég ætla einbeita mér af fullum krafti að íslenskunni. Enda engin ástæða til að ofreyna sig.
Ég er því að verða bókmenntatýpan með gítar á bakinu.
Segjum það gott
L
Engin ummæli:
Skrifa ummæli