fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Fitubelgirnir

Þegar ég fór til Ítalíu hafði ég hvað mestar áhyggjur af því að ég myndi koma heim sem fitubelgur sökum ofneyslu á Gnocchi, pizzum og áfengum kokteilum. Þar sem ég var svona svakalega meðvitum um þetta þá held ég að ég hafi bara ekki fitnað neitt enda gekk ég flest allt sem ég fór og hljóp 120 þrep jafnvel 4 sinnum á dag. Hins vegar eftir að ég kom heim finnst mér hver pizzusneiðin og öll sætindin hlaðast á mig. Ég veit samt vel ástæðuna, hérna heima labbar maður akkúrat ekki neitt, maður situr í bíl eða á rassinum allan daginn og síðan fer maður og tekur trylling í ræktinni meira en góðu hófi gegnir sem endar síðan með því að manni fannst maður svo hrikalega duglegur að maður treður í sig 2 Devitos sneiðum. Og hér tala ég fyrir mig sjálfa en veit vel að einhverjir geta tekið undir þetta.

Ég er því dottin í sama helv..... vítahringinn og allir eru í hérna á Íslandi, kaloríur, kolvetna ofurhugsunina. Í morgun fór ég að kenna pump og núna er ég að fara að leggja í útihlaup með Rögnu og einnig gerði ég samning um að mæta í brennslu í fyrramálið. Já svona er nú tilveran hjá mér.

Samt mun ég pottþétt leyfa mér að fara á Eldsmiðjuna í kvöld jú af hverju.....því ég er búin að vera svo dugleg:)

LH

P.s. Þetta var leiðinlegur pistill ég veit það vel.

Engin ummæli: