Matartroðsla með meiru..
Af hverju var ég að troða í mig tveimur bounty súkkulaðistykkjum þegar ég er nýbúin að fá mér hakkabuff með kartöflum og tilheyrandi niðri í skóla...já og tilheyrandi, tók gott múv á kennarastofunni og hélt að sósukannan væri svona sjálfvirk, náði sem sé að ausa yfir allan diskinn og meira til. Selma afsakaði mig pent með því að segja já hún hélt þetta væri súpa...!
Annars þarf maður þokkalega að taka á honum stóra sínum með þessa unglingagríslinga, já stóra sínum sko, þvílíkt stórir strákar:) Gnæfa yfir höf og lönd. En maður tekur þetta á sálfræðinni ekki satt, tja allaveganna ekki á hæðinni það get ég sagt ykkur:)
Vona að þið eigið lukkulegan dag, ég er farin í kríu
-Robo out-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli