Komin heim frá borginni sem aldrei sefur...
Ferðin var í alla staði mögnuð, tvær bestu vinkonur saman á hótel Cosmopolitan, allt gekk upp og mig langar ekkert aftur í hversdagsleikann.
Það var af nógu að taka enda tvær búnar að vera að spara sig í kaupunum síðan í maí. Þess vegna byrjuðum við vel og stauluðumst heim seint um kvöldið með ca. 10 kg. af dóti á mann. Haldið ykkur, þetta var bara byrjunin!
Það voru teknir þrír tryllings dagar í búðunum í röð, alltaf hugsaði maður tja ég versla nú örugglega ekki jafn mikið og í gær en nei manni tókst alltaf að toppa daginn á undan.
Auðvitað gerðumst við líka menningarlegar og fórum í Empire State, Ground Zero, fórum í ferju framhjá frelsisstyttunni og hápunkturinn var svo að fara á Blue Note þar sem að uppáhalds jazzleikari pabba hennar Sóleyjar var að spila, þvílík tilviljun.
Skelltum okkur á nokkra góða veitingastaði, Asia de Cuba, Cesca, Bed og Megu(japanskur og ég staðfesti það endanlega að sushi er ekki minn tebolli) og enduðum síðan í lunch á 8. hæð í Saks. Við tvær og fínu kellingarnar með Prada sólgleraugun.
Við vorum síðan stoppaðar úti á götu og boðið að koma á salon stofu á Fifth Avenue og stofnandi hennar var eitt sinn stílisti í satc þáttunum takk fyrir, við mættum því í tveggja tíma snyrtiprósess, hárþvottur og djúpnæring, facial, nudd, manicure og förðun. Ansi hressandi þrátt fyrir að make upið hafi ekki verið að gera mikið fyrir okkur.
Ég keypti allar jólagjafir, fullt af heimkomugjöfum handa fjölskyldunni og svo auðvitað gommu á mig sjálfa. Þegar tekið var upp úr töskunum endaði með því að Andri var sendur í IKEA til að kaupa fataslá því plássið í fataskápnum er í augnablikinu í mínustölu, verður helst alltaf eitthvað að vera skítugt!
Ég var síðan stoppuð í tollinum og hjartað ætlaði að hætta að slá enda ég með 24 brúsa úr Victoriunni og 1000 dollara myndavél í hliðartöskunni en þetta slapp og ég lummaði mér út:)
Hins vegar verður sparnaður settur í gang strax á mánudagsmorgun og bökuðu baunirnar verða á borðum næstu viku.
Var reyndar ansi fegin að vera komin heim í gær þegar ég heyrði af sprengihótun í NY!
hafið það gott og takk fyrir allar afmæliskveðjurnar:)
-L-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli